Vallarganga
Vallarganga 21.apríl 2025
Veðrið lék aldeilis við þá 46 þátttakendur sem mættu í Vallargönguna á öðrum degi páska. Margeir vallar- og framkvæmdarstjóri fór fyrir göngunni og kynnti þær framkvæmdir sem þegar er búið að framkvæma sem og þær sem eru í vinnslu. Hann fór einnig yfir hvaða breytingar á vellinum væru æskilegar að hans mati og voru umræður líflegar og oft skiptar skoðanir. Heilt yfir voru félagsmenn ánægðir bæði með breyttar áherslur og ekki síst það framtak hjá Margeiri að bjóða til þessarar göngu og vöflukaffið hjá Tinnu.