
Hola í höggi
Hún Guðrún okkar Guðmundsdóttir vann það afrek að fara holu í höggi á 18. braut þann 19. júlí.
Til hamingju með draumahöggið Guðrún

Hattamót BYGG og GÖ
Hið árlega Hattamót BYGG og GÖ fór fram 17. júní 2023. 50 konur tóku þátt í ár og var mikið fjör og gaman.
Sigurvegarar voru þær Guðrún Einarsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir, í öðru sæti þær Harpa Sigmundsdóttir og Sólveig Bentsdóttir og í því þriðja þær Dagmar Guðrúnardóttir og Sólveig Björgvinsdóttir.
Helena Sigúsdóttir átti flottasta hattinn.
BYGG og kvennanefnd GÖ þakkar ykkur öllum fyrir skemmtilegan dag og sjáumst að ári í þessu skemmtilega móti.

