Aðalfundarboð
Aðalfundarboð 2024
Aðalfundur Golfklúbbs Öndverðarness verður haldinn laugardaginn 23. nóvember 2024 í golfskálanum okkar í Öndverðarnesi kl 13:00
Dagskrá fundarins er eftirfarandi og samkvæmt lögum félagsins:
1. Fundarstjóri og fundarritari kosnir eftir tilnefningu.
2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
3. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins.
4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning.
5. Skýrsla og ársreikningur borinn upp til samþykktar.
6. Umræða og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar.
7. Ákveða árgjöld félagsins.
8. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn
9. Kosning tveggja endurskoðenda.
10. Önnur mál
Engar lagabreytingar liggja fyrir fundinum
Samkvæmt 11. grein laga GÖ skulu formaður, stjórnarmenn og varamenn tilkynna hvort þeir sækjast eftir endurkjöri eða ekki með tveggja vikna fyrirvara. Kosið er um formann, tvo aðalmenn í stjórn til tveggja ára og tvo varamenn.
Guðmundur Pálmason gefur áfram kost á sér til formanns stjórnar
Guðlaug Þorgeirsdóttir og Dagmar María Guðrúnardóttir er báðar að ljúka 2ja ára stjórnarsetu. Guðlaug gefur áfram kost á sér til stjórnarsetu næstu tvö ár en Dagmar María gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa.
Brynjar Stefánsson og Hannes Björnsson voru kosnir til 2ja ára stjórnarsetu í fyrra og eru því ekki í kjöri að þessu sinni.
Knútur G. Hauksson gefur áfram kost á sér til varamanns í stjórn til eins árs
Guðjón Bragason gefur áfram kost á sér til varamanns í stjórn til eins árs
Fullgildir félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarsetu eða formanns skulu tilkynna það skriflega með tölvupósti á á netfangið gogolf@gogolf.is fyrir kl 13. laugardaginn 16. nóvember.
Með framboði til stjórnarsetu skal tekið fram í hvaða embætt viðkomandi býður sig fram, Formanns, stjórnarmanns eða varamanns í stjórn.
Reykjavík 8. nóvember 2024
Stjórn Golfklúbbs Öndverðarness