Fréttir af aðalfundi 2024

Fréttir af aðalfundi 2024

 

Aðalfundur GÖ var haldinn í golfskála GÖ laugardaginn 23. nóvember 2024 að viðstöddum um 48 félögum auk þess sem þó nokkrir félagar streymdu fundinum.

Fram fóru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla formanns, reikningar lagðir fram, árgjöld ákveðin og kosningar. Líflegar umræður áttu sér stað um margvísleg málefni klúbbsins, meðal annars fjölda félagsmanna og voru bornar fram tillögur þar um.  Reikningar félagsins og skýrsla formanns verður fljótlega aðgengileg á heimasíðu klúbbsins.

Árið 2024 var 50 ára afmælisár GÖ, og var áfanganum fagnað sem náði hámarki í glæsilegu afmælismóti í júlí sem skipulagt var af afmælisnefnd GÖ undir styrkri stjórn Brynjars Stefánssonar.

Þá var opnaður söguvefur GÖ, þar sem tekið hefur verið saman ótrúlegt magn upplýsinga um sögu og rekstur GÖ frá upphafi. Ritnefnd undir stjórn Kristínar Guðmundsdóttur fær sérstakar þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf við samatekt gagna.

 

Helstu tölur úr rekstrarreikningi

Rekstrartekjur: kr. 105.809.706 samanborið við 92.385.254 árið 2023

Rekstrargjöld: kr. 102.914.526 samanborið við 89.484.443 árið 2023

Rekstrarhagnaður kr. 2.895.180 samanborið við 2.900.810 árið 2023

 

Árgjöld

Árgjöld voru samþykkt sem eftirfarandi

Einstaklingar kr. 109.000

70 ára og eldri kr. 76.300

Öryrkjar kr. 65.400

Ungmenni kr. 43.600

Afsláttur 70 ára og eldri verður einnig lækkaður úr 40% í 30%

Skálagjald (Inneign í veitingasölu) samþykkt óbreytt kr. 7.000 og leggst ofan á árgjöld hjá öllum nema ungmennum.

 

Stjórn

Tvær breytingar urðu á stjórn fyrir komandi starfsár. Gígja Hrönn Eiðsdóttir kom inn í stjórn í stað Dagmar Maríu Guðrúnardóttur, og Ólafur Jónsson tók stað Knúts G. Haukssonar í varastjórn.

Stjórn GÖ 2025 skipa því

Guðmundur Pálmason formaður, Guðlaug Þorgeirsdóttir gjaldkeri, Gígja Hrönn Eiðsdóttir stjórnarmaður, Brynjar Stefánsson varaformaður, Hannes Björnsson stjórnarmaður, Ólafur Jónsson og Guðjón Bragason í varastjórn

 

Tiillögur

Fyrir fundinn voru lagðar 3 tillögur.

1.      „Aðalfundurinn samþykkir að félagsmenn verði ekki fleiri en 725 starfsárið 2024-2025.  Jafnframt samþykkir fundurinn að fela stjórn félagsins að leggja fram á aðalfundi árið 2025 greinargerð um aldurssamsetningu félagsmanna og tekjuþróun GÖ næstu ár miðað við það að ekki verði teknir fleiri inn í félagið á komandi árum.“                      – Samþykkt af aðalfundi

2.      „Aðalfundurinn samþykkir að fela stjórn GÖ að útfæra reglur um bókun í rástíma þannig að ekki sé leyfilegt fyrir starfsfólk eða stjórnendur klúbbsins að fyrirfram bóka í rástíma um helgar og rauða almanaksdaga og frá kl 14 á föstudögum með lengri fyrirvara en reglur klúbbsins á Golfboxinu (golf.is) leyfa.  Þessa daga skulu allir vera skráðir með kennitölu.  Stjórn klúbbsins er heimilt að bóka tíma á þessum dögum til að uppfylla styrktarsamninga sem hún kann að hafa gert.“                                                                                         – Samþykkt af aðalfundi að undanskilinni síðustu setningu eftir breytingartillögu frá Inga Gunnari.

3.      „Aðalfundurinn samþykkir að til þess að geta fengið afslátt af árgjaldi samkvæmt gjaldskrá klúbbsins á því almanaksári sem viðkomandi meðlimur verður sjötugur þurfi viðkomandi einnig að hafa verið meðlimur í GÖ í að minnsta kosti 10 ár.  Tillagan er ekki afturvirk.“                                                                                                                                                                   – Tillaga vísað frá af aðalfundi

 

 

Stjórn og starfsfólk GÖ þakkar félagsmönnum fyrir árið sem er að líða.

Golfklúbbur Öndverðarness

Previous
Previous

Innheimta árgjalda

Next
Next

Aðalfundarboð