Innheimta árgjalda

Innheimta árgjalda og vetrarmót í golfhermum

Kæru félagsmenn,

Gleðilegt nýtt golfár.

Núna strax eftir helgi verða sendir út innheimtuseðlar fyrir árgjaldinu í Golfklúbb Öndverðarness fyrir árið 2025.

Á aðalfundi sem haldinn var í nóvember síðastliðnum var ákveðið að árgjöldin yrðu eftirfarandi:

Einstaklingar kr. 109.000

70 ára og eldri kr. 76.300

Öryrkjar kr. 65.400

Ungmenni kr. 43.600

Skálagjald (Inneign í veitingasölu) samþykkt óbreytt kr. 7.000 og leggst ofan á árgjöld hjá öllum nema ungmennum. 

Á aðalfundinum var jafnframt samþykkt tillaga um að hámarksfjöldi félagsmanna yrði 725. Það er akkúrat sá félagafjöldi sem nú er í klúbbnum. Það er því mikilvægt ef þið ætlið ekki að vera í klúbbnum að þið látið vita sem fyrst, þar sem töluverð eftirspurn er eftir að komast í okkar frábæra golfklúbb.

Vinsamlegast sendið tilkynningu um úrsögn úr klúbbnum á netfangið gogolf@gogolf.is

Vetrarmót í golfhermum

Félagsmenn klúbbsins hafa óskað eftir virkara félagsstarfi yfir vetrartímann. Við munum hefja leik 

laugardaginn 25. janúar, en þá verður haldið vetrarmót GÖ í Golfhöllinni á Granda. Mótið hefst kl. 17:00 stundvíslega.  

Við höfum bókað alla 14 golfhermana í Golfhöllinni undir mótið. Miðað er við að leika 9 holur í hermi á 2 klukkustundum frá kl. 17.00 - 19:00. Veitt verða verðlaun fyrir framúrskarandi árangur, lengstu teighögg, að vera næst holu á par 3 brautum og fleira samkvæmt nánari útlistun sem veitt verður á staðnum.

Miðað er við að 3 leiki saman í golfhermi og því pláss í mótinu fyrir 42 leikmenn. 

Þátttökugjald er kr. 5.000.

Verði þátttakan góð verður leikurinn endurtekinn 2x - 3x fram að vori. Einnig standa yfir samningaviðræður við Golfklúbb Reykjavíkur um leigu á stærstu púttflöt landsins á efri hæð Korpúlfsstaða fyrir Heimsmeistaramót GÖ í innipútti. Við mælum því með að félagsmenn sæki púttmottuna inn í geymslu og hefji púttæfingar sem fyrst.

Ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri við stjórn eða framkvæmdastjóra, þá hikið ekki við að senda okkur tölvupóst á netfangið gogolf@gogolf.is.  Einni minnum við á Facebook síðu klúbbsins: Golfklúbbur Öndverðarness.

Previous
Previous

Vallarskoðun að vetri

Next
Next

Fréttir af aðalfundi 2024