Vallarskoðun að vetri
Þar sem allan snjó hafði tekið upp af golfvellinum eftir veðurblíðu undangenginna daga notuðu vallarstarfsmenn tækifærið og fóru í eftirlitsferð um völlinn. Víða var mikil frostlyfting í brautum en völlurinn að öðru leyti leit ljómandi vel út. Þó mátti sjá eftir frosthörkurnar að Hvítáin hafði losað klakabrynju sína alla leið uppá 1. flötina. Engar skemmdir eru á flötinni en einhverjar minniháttar í flatarkantinum sem snýr að ánni. Á myndinni má sjá Friðrik Guðmundsson starfsmann klúbbsins við klakann á flötinni.