Golfhermamót 1

Fyrsta golfhermamót GÖ var haldið í Golfhöllinni á Granda í gær laugardaginn 25. janúar.. Stemmningin var frábær og félagsmenn GÖ sýndu allar sínar bestu hliðar í hermagolfinu. 

Rétt er að geta þess að markmiðið með golfhermamótum GÖ er fyrst og fremst að búa til vettvang fyrir félagsmenn að hittast yfir vetrartímann og að halda golfsveiflunni við. Keppnin er meira til gamans.

Leikið var á Yellowstone vellinum, með Stableford fyrirkomulagi, í tveimur flokkum karla- og kvennaflokki.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Kvennaflokkur:

  1. Lilja Birna Arnórsdóttir 45 punktar

  2. Hafdís Þóra Karlsdóttir 39 punktar

  3. Anna Björg Aradóttir 36 punktar

Verðlaunahafar í golfhermamótinu.


Karlaflokkur:

  1. Jóhannes Magnús Sigurðarson 51 punktur

  2. Jón Brynjar Berglindarson 46 punktar

  3. Jón Kjartan Sigurfinnsson 44 punktar

  4. Þorleifur Friðrik Magnússon 39 punktar

  5. Jóhann Árnason 36 punktar

  6. Guðjón Karl Reynisson 32 punktar


Glæsileg verðlaun voru í boði, golfkennsla, golftímar í Golfhöllinni og gjafakort í Golfskálanum. Keppendur voru lesnir upp í sætaröð og fengu þeir sem voru í efstu sætunum að velja sér verðlaun fyrst og svo koll af kolli. Var það samdóma álit keppenda að þetta fyrsta golfhermamót hefði tekist með eindæmum vel. 


Næsta mót verður haldið í Golfhöllinni á Granda , laugardaginn 1. mars næstkomandi kl. 17:00. Skráning verður á Golfbox.


Golfklúbbur Öndverðarness þakkar þátttakendum kærlega fyrir skemmtilegt mót og við hlökkum til þess næsta. Allt til að stytta veturinn. 

Previous
Previous

Golfhermir í Öndverðarnesi

Next
Next

Vallarskoðun að vetri