Afmælishátíð um Versló

Í tilefni af 50 ára afmæli Golfklúbbs Öndverðarness ætlum við að hafa barnahátíð um Verslunarmannahelgina á leiksvæðinu við sundlaugina.

Hátíðin stendur yfir á milli 13.00 og 15.00 sunnudaginn 4. ágúst.  Við grillum pylsur á meðan birgðir endast, Wally trúður mætir á svæðið og skemmtir. Minigolfið er á sínum stað og endilega taka með púttera. Hoppað á nýja ærslabelgnum og margt fleira. 

Previous
Previous

Hola í höggi

Next
Next

Vinningshafar í afmælismóti