Vinningshafar í afmælismóti
Í afmælismótinu voru veitt nándarverðlaun á 2., 5., 15., og 18. braut. Jason Kristinn Ólafsson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 2. Til hamingju með það Jason. Önnur nándarverðlaun voru: 5.braut Guðmundur Ebbi Hallsteinsson, 15. braut Sigrún Bragadóttir og 18.braut Hafdís Karsdóttir.
Sigurvegarar í Afmælismótinu: Reynir Þórðarson 22 punktar og Hafdís Helgadóttir 21 punktar
Alls voru 217 félagar skráðir í mótið sem fór fram í misgóðu veðri og sumir ánægðir með að spila “bara” 9 holur.
Afmælisnefnd, Takk fyrir frábæra vinnu við að gera daginn og kvöldið ógleymanlegt. Þúsund þakkir fyrir alla ykkar vinnu.
Joost, Helga og ykkar starfsfólk, takk fyrir okkur, veitingarnar úti á velli frábærar og vinnan ykkar um kvöldið óaðfinnanleg.