GÖ Íslandsmeistari
GÖ varð um helgina Íslandsmeistari í Sveitakeppni GSÍ +50 ára 3. deild.
Keppt var á Hellishólum og var lokaleikurinn milli GÖ og heimamanna. Okkar sveit skipuðu:
Ingi Hlynur Sævarsson, Guðjón G. Bragason, Bergur Konráðsson, Haukur Guðjónsson, Bergsveinn Bergsveinsson og Börkur Þorgeirsson sem jafnframt var liðsstjóri.
Okkar konur mættu á Húsavík en eftir fyrsta dag þá var mótinu aflýst vegna mikillar rigningar og völlurinn óspilahæfur.