LEK+65 í Öndverðarnesi
LEK +65 mótið fer fram í Öndverðarnesi dagana 13. og 14. ágúst. Okkar menn eru að sjálfsögðu í mótinu ásamt sveitum frá GR, GKG, NK, Keili, Golfklúbbi Suðurnesja, Vestmannaeyja og Mosfellsbæjar
Lið GÖ er þannig skipað:
Steinn Auðunn Jónsson, Guðmundur Arason, Þorleifur F. Magnússon, Ólafur Jónsson, Guðjón Snæbjörnsson, Guðmundur E. Hallsteinsson, Gísli Sigurgeirsson, Knútur Hauksson og Jóhann Sveinsson sem jafnframt er liðsstjóri.
Við óskum okkar mönnum góðs gengis á mótinu og allir velkomnir að koma og fylgjast með. Það eru spilaðar 3 x 9 holur á þriðjudag og 2 x 9 holur á miðvikudag.