Lokamót GÖ
Lokamót GÖ fór fram laugardaginn 7. September 2024 með þátttöku 138 félaga og gesta.
Ræst var út í 2 ráshópum af öllum teigum í alveg ágætis veðri og spilaður betri bolti.
Úrslit voru eftirfarandi.
1.sæti Svandís Þorsteinsdóttir og Sólveig Björgvinsdóttir 47 punktar.
2.sæti Jón Brynjar Berglindarson og Jón Kjartan Sigurfinnsson 44 punktar.
3.sæti Kolbeinn Kristinsson og Kristinn Albert Kolbeinsson 44 punktar
4.sæti Aron Snær Pálsson og Páll Þórir Pálsson 44 punktar
5.sæti Hafdís Helgadóttir og Jóhanna Bárðardóttir 43 punktar.
50.sæti Guðrún Guðmundsdóttir og Guðmundur E. Hallsteinsson
Til gamans má geta að í verðlaunahópnum eru 2 afar með barnabarni ásamt feðgum þannig að hér eru kynslóðir að vinna vel saman.
Nándarverðlaun:
2.braut Þröstur Vilhjálmsson 2.82m og Jenný Árnadóttir 6.82m
5.braut Baldvin Valdimarsson 4.84m og Guðrún Óskarsdóttir 1.51m
13.braut Skarphéðinn Ómarsson 2,77m og Ingveldur Finnsdóttir 1,10m
15.braut Bergþór Bergþórsson 1,3m og Anna Marta Valtýsdóttir 50 cm.
18.braut Lárus Hólm 82 cm. og Kristín Guðmundsdóttir 5.35m
Stjórn og starfsfólk GÖ þakkar félögum fyrir gott golfsumar á afmælisári. Þetta er búið að vera bæði krefjandi og skemmtilegt því seint verður sagt að veðrið hafi leikið við okkur þetta árið.