Vinnudagur og opnun vallar

Gleðilegt sumar ágætu félagar.

Sumarið nálgast óðfluga og völlurinn er hægt og rólega að vakna úr dvalanum.

Flatir líta flestar mjög vel út miðað við árstíma sem og flestir teigar.

Brautirnar eru seinni til, enn viðkvæmar og frost finnst ennþá á nokkrum stöðum og stígaendar viðkvæmir. 

Við höfum ákveðið að vera með vinnudag laugardaginn 18. maí og opið fyrir fótgangadi umferð út mánudaginn 20. maí

Síðan lokað í miðri viku og opnað aftur laugardaginn 25. maí

 

Róbota væðingin heldur áfram og nú eru sólarsellurnar flestar komnar út ásamt rafgeymum og fylgihlutum.  Fyrr í vikunni var aðal sendirinn settur upp og því verður vonandi hægt að koma fyrstu róbot-unum í vinnu í byrjun næstu viku.

Varðandi vinnudaginn eru nokkuð mörg verk á dagsskrá. En ef einhver vill koma og leggja hönd á plóg fyrir vinnudag þá eru nokkur verkefni úti á velli sem væri gott að byrja á fyrir vinnudag.

 

  • Týna trjágreinar við 1.teig, 3. teig, fyrir aftan 7. flöt, í holtinu og fyrir aftan flöt á 8

  • Snyrta beð við skála og 1.teig

  • Mála rauða og hvíta hæla

  • Mála bílastæðið

Með kveðju / Regards,

Einar Ólafur Pálsson

Vallarstjóri

Previous
Previous

Fréttabréf

Next
Next

Viltu smá aukavinnu