Félagsgjöld 2025
Tveir greiðsluseðlar hafa verið sendir í netbanka félagsmanna sem skráðir eru í félagaskrá Golfklúbbs Öndverðarness. Þetta árið er félagsgjald fyrir 27-69 ára fullborgandi félagsmenn kr. 109.000. Að auki greiðir hver félagsmaður skálagjald uppá 7.000 krónur, en það er inneign sem taka má út í golfskálanum yfir golftímabilið. Að þessu sinni er ekki rukka fyrir „Golfvernd“ þar sem samningur við tryggingarfélagið Vörð var útrunninn. Þeir félagsmenn sem vilja halda áfram með Golfvernd eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við tryggingafélagið Vörð. Nánari upplýsingar um félagsgjaldið er að finna hér á heimasíðunni undir gjaldskrá.