Whiskey og Hattamót
Síðasta helgi var mjög kynskipt hjá okkur í Öndverðarnesi.
Á föstudag 28. júní var Whiskey Open haldið í hífandi roki. Alls tóku 73 karlar þátt í mótinu.
Leikar fóru þannig:
Besta skor: Sindri Snær Skarphéðinsson 73 högg.
Punktakeppni:
1. sæti Sigurður Egill Þorvaldsson 38 punktar
2. sæti Stefán B. Gunnarsson 35 punktar
3. sæti Reynir Þórðarson 35 punktar
Á Laugardag fór fram Hattamót BYGG, 58 konur tóku þátt í ár en mótið á 30 ára afmælið þetta árið. Veðrið lék við kvennfólkið og að sjálfsögðu mikið fjör og gaman.
Úrslit:
Flottasti hatturinn:
Hulda Eygló Karlsdóttir og Bríet Einarsdóttir
Texas Scramble mót:
1. sæti Kristín L. Bjarnadóttir og Steingerður L. Hauksdóttir
2. sæti Sigríður Björnsdóttir og Helga Haraldsdóttir
3. sæti Marta Sigurgeirsdóttir og Friðbjörg Bl. Magnúsdóttir